Meniga

  Meniga er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur starfsstöðvar í Reykjavík og Stokkhólmi. Félagið var stofnað 2009. Meniga er markaðsleiðandi í Evrópu

Meniga

 

Meniga er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur starfsstöðvar í Reykjavík og Stokkhólmi. Félagið var stofnað 2009. Meniga er markaðsleiðandi í Evrópu í þróun og sölu heimilisfjármálalausna fyrir banka og fjármálafyrirtæki. Lausnir félagsins eru nú aðgengilegar í gegnum netbanka sex banka í fimm löndum. Meniga hefur hlotið ýmis alþjóðleg verðlaun fyrir nýsköpun, m.a. fyrir bestu tæknilausnina árin 2011 og 2013 á Finovate Europe, sem er ein þekktasta og virtasta ráðstefnan um tækninýjungar í banka- og fjármálaþjónustu.

Meniga framleiðir heimilisfjármálahugbúnað fyrir banka og fjármálastofnanir sem þeir nota í næstu kynslóð netbanka til að stórbæta þjónustu við viðskiptavini sína. Hugbúnaður félagsins er nú þegar í notkun hjá sex bönkum í fimm löndum. Að auki vinnur Meniga að innleiðingu hugbúnaðarins hjá sex samstarfsaðilum til viðbótar í sjö löndum.

Hjá Meniga starfa nú 45 manns í Reykjavík og Stokkhólmi.

Hluthafar í Meniga auk Kjölfestu eru: Frumtak, Georg Lúðvíksson, Viggó Ásgeirsson, Ásgeir Örn Ásgeirsson, Tinna Karen Gunnarsdóttir og Icora Partners.

Framkvæmdastjóri félagsins er Georg Lúðvíksson.

Fulltrúi Kjölfestu í stjórn er Sigurður K. Egilsson.

Svæði